Klifurplöntulistinn uppfærður 22. apríl.
Úrval klifurplantna fást í Nátthaga.
Fyrir bergsóleyjar er best að setja upp grófmöskvað, plasthúðað vírnet á vegginn, en fyrir skógartopp, trjásúru og humal er betra að nota ca. 3 mm þykka stálvíra, lágmark 3 víra pr. plöntu. Netið og vírarnir þurfa að vera um 3-5 cm frá vegg, svo að plönturnar geti vafið sig utanum strengina.
Humall og trjásúra haga sér eins og fjölær blóm og þarf því að hreinsa greinar þeirra af strengjunum á hverju vori, alveg niður að jörðu. Þau klifra 3 – 6 metra á hverju sumri.
Bergflétta og klifurhortensía hafa heftirætur á greinunum og festa sig sjálfar á veggi, a.m.k. þá sem eru með hrjúfu yfirborði. Þær eru heldur lengur að festa sig á sléttmálaða veggi og timbur.
Bergsóleyjar má einnig nota til að þekja nakta trjástofna og láta þær vaxa upp í gisnar trjákrónur.
Bergsóleyjar eru einu klifurplönturnar sem þrífast vel og klifra upp eftir fríttstandandi veggjum og súlum úti í garðinum. En undirstöður slíkra mannvirkja verða að vera vel festar niður í frostfría dýpt, ellegar veltur allt um koll í næsta stórviðri.
Íslenskt heiti: |
Blómlitur: |
Latneskt heiti: | Blómgunartími: |
Bergflétta baltnesk (sígræn blaðplanta, festir sig með heftirótum) |
Grænn |
Hedera helix ‘Baltica’ smáblöðótt | Október-Nóvember |
Bergflétta írsk (sígræn blaðplanta, festir sig með heftirótum) | Grænn | Hedera hibernica stórblöðótt( Hringbraut 10, Rvk.) | Október-Nóvember |
Bjarmabergsóley | Gulur | Clematis tangutica | Júní-Júlí-Ágúst-September |
Fjallabergsóley | Blár | Clematis alpina | Maí-Júní |
Fjallabergsóley frá Síberíu | Hvítur | Clematis alpina var. sibirica | Apríl-Maí-Júní |
Fjallabergsóley frá Síberíu | Ljósbleikur | Clematis alpina var. sibirica | Apríl-Maí-Júní |
Fjallabergsóley ‘Frances Rivis’ | Fjólublár og hvítur | Clematis alpina ‘Frances Rivis’ | Maí-Júní |
Fjallabergsóley ‘Riga’ | Rjómahvít | Clematis alpina ssp. sibirica ‘Riga’ | Maí-Júní |
Fjallabergsóley ‘Ruby’ | Bleikur | Clematis alpina ‘Ruby” | Maí-Júní |
Fjallabergsóley ‘Tage Lundell’ | Djúpfjólublár | Clematis alpina ‘Tage Lundell’ | Maí-Júní |
Fjallabergsóley ‘Willy’ | Bleikur utan, hvítur innan | Clematis alpina ‘Willy’ | Maí-Júní |
Kattaflétta karlplanta
Einnig til kattaflétta ‘Annikki’ sem er sjálfsfrjó og myndar minikiwi aldin |
(blöð m/hvíta og bleika enda) | Actinidia kolomitka | Júlí |
Klifurhortensía | Hvítur | Hydrangea anomala ssp. petiolaris | Júní-Júlí |
Kóreubergsóley | Dökkbleikur utan, ljósari innan | Clematis koreana | Júní-Júlí-Ágúst-September |
Kóreubergsóley ‘Love Child’ | Gul | Clematis koreana ‘Love Child’ | Júlí-Ágúst-September |
Síberíubergsóley | Blár, fyllt blóm | Clematis macropetala | Maí-Júní-Júlí |
Síberíubergsóley ‘Albina Plena’ | Hvít, fyllt blóm | Clematis macropetala ‘Albina Plena’ | Maí-Júní-Júlí |
Síberíubergsóley ‘Markham’s Pink’ | Bleikur, fyllt blóm | Clematis macropetala ‘Markham’s Pink’ | Maí-Júní-Júlí |
Skógartoppur | Gulur og hvítur | Lonicera periclymenum | Júlí-Ágúst-September-Október |
Skógartoppur ‘Belgica’ | Gulur og rauður | Lonicera periclymenum ‘Belgica’ | Júlí-Ágúst-September-Október |
Skógartoppur ‘Lundenes‘ | Gulur og rauður | Lonicera periclymenum ‘Lundenes’ | Júlí-Ágúst-September-Október |
Skógartoppur ‘Serotína‘ | Gulur, vínrauður og hvítur | Lonicera periclymenum ‘Serotina’ | Júlí-Ágúst-September-Október |