Gula kóreubergsóleyin er ekki alveg eins kraftmikil í vexti eins og bleika systirin, en blómstrar vel, bæði á sprota fyrra árs og árssprota sumarsins.   Hún þrífst vel upp við hlýlegan húsvegg og skjólvegg.  

Hún þarf net með stóra möskva til að festa sig í.  Bergsóleyjar vefja blaðstilknum utanum granna strengi.  

Kóreubergsóley má EKKI klippa á vorin, nema kannski smá leiðréttingar á heildarútlitinu.  Hún blómstrar nefnilega á greinarnar sem uxu í fyrra, og blómstrar því um leið og hún laufgast í maí og júní.  Ef þarf að klippa til kóreubergsóley og snyrta mikið, er best að gera það strax eftir fyrri blómgun.  Kóreubergsóley blómstrar einnig í júlí, ágúst, september og október á árssprota sumarsins.  Hún hefur það bókstaflega umfram aðrar bergsóleyjar að blómstra frá maí og alveg þangað til hörð haustfrost stöðva meiri vöxt.  

Eftir gróðursetningu þarf að gæta að vatnsþörfinni allt fyrsta sumarið, sérstaklega ef gróðursett er upp við húsvegg.

 

Clematis koreana ‘Love Child’