Klifurhortensía þrífst vel á hlýjum stað móti sól. Þarf húsvegg eða klettavegg til að festa sig á. Festir sig sjálf með heftirótum. Blómknúppar sjást strax að hausti fyrir næsta sumar. Blómstrar í júní og júlí, hvítir blómsveipir. Klifurhortensía hefur náð að vaxa og festa sig upp þriggja metra háan húsvegg með grófri múrhúð. Fær fallegan gulan haustlit í október.
Hydrangea anomala ssp. petiolaris