Skógarplöntur.

Sérstök gerð af plöntum, skógarplöntur, eru ræktaðar í fjölpottum, ýmist 35 eða 40 gata (stundum í stærri hólfabökkum).  Þær má gróðusetja með sérstökum plöntustaf.  Plönturnar eru venjulega 1 – 2 ára í fjölpottunum.  Að sjálfsögðu er hægt að kaupa stærri plöntur í skógræktina sína, en þær má finna í listunum yfir tré, skrautrunna og limgerðisplöntur.  Stærri plöntur þýðir stærri hola og meira nostur, en oft þá líka fljótlegri og betri árangur, því að íslensk skóglaus útjörð er svo næringarsnauð eftir margra alda skógleysi og uppblástur.  Jafnvel fyrir plöntur úr fjölpottunum má grafa holur og setja húsdýraáburð með hverri og einni.   Helsta áhætta við skógrækt með fjölpottaplöntum er, að þær geta lyfst upp úr jörðu fyrsta veturinn vegna frostverkana í jarðveginum.  Verður að þrýsta þeim alveg niður, þegar þær eru gróðursettar með plöntustaf, til að draga úr þessari áhættu og velja gróðursetningabletti sem eru grónir.  Ef gróðursett er í auða mold, sand eða ógróið á milli þúfna, lyftast plönturnar upp úr jarðveginum fyrsta veturinn!  Frostlyfting í auðum jarðvegi er minni ef settur er húsdýraáburður í holurnar og síðan góð hrúga af húsdýraáburði í kringum plöntuna.  Sandhrúga gerir einnig sama gagn.

Skógarplöntur í fjölpottum þarf að vökva vel daglega, þangað til þær eru gróðursettar og auðvitað eftir gróðursetningu ef gerir langvarandi þurrkatíð (algengast í maí til júlí).  Oft reynast ágúst og september bestu gróðursetningamánuðirnir vegna meiri og tíðari úrkomu.

SKÓGARPLÖNTUR:

SKÓGARPLÖNTUR:

 Latneskt heiti:  Íslenkst heiti:

Lauffellandi runnar og tré:

Lauffellandi runnar og tré:

Ýmsar víðitegundir í 35-40 gata bökkum:

 
Salix alaxensis klónarnir: ‘Oddur Guli’,  ‘Gáta’, ‘Laugi’ Alaskavíðir
Salix barclayi klónarnir: ‘Mökkur’ og ‘Mugga’ Markavíðir
Salix hookeriana klónarnir: ‘Kólga’, ‘Foldi’, ‘Katla’, ‘Taða’ Jörfavíðir
Salix phylicifolia ‘Strandir’ Gulvíðir, þessi klónn oftast kallaður Strandavíðir
Salix phylicifolia x myrsinifolia ‘Grásteinar’ Grásteinavíðir
Salix phylicifolia x myrsinifolia ‘Þorlákur’ Þorláksvíðir
Salix sitchensis klónarnir: ‘Þrasi’, ‘Þruma’ Sitkavíðir
   
Betula pubescens Birki  40 pl. í bakka
Populus trichocarpa ‘Keisari’, ‘Brekkan’, ‘Haukur’, ‘Súla’, ‘Pinni’, ‘Ægir’, ‘Freyr’, ‘Iðunn’, ‘Linda’ Alaskaösp 35 pl. í bakka
   

Barrtré:

Barrtré:

Abies balsamea ‘Cook’s Blue’  frá New Hampshire, US. Balsamþinur ‘Cook’s Blue’ í 2 lítra pottum.
Abies fraseri frá Roan Mtn. Virginia, US    Glæsiþinur í 2 lítra pottum.
Abies homolepis frá fjöllum Honshu, Japan  Nikkóþinur í 2 lítra pottum.
Abies nordmanniana, frá Ambrolauri í Kákasusfjöllum.  Normannsþinur í 2 lítra pottum.
Larix decidua frá Balestrand við Sognsfjörð, Noregi. Evrópulerki þaulræktað í 2 lítra pottum.
Larix dedidua x sibirica ‘Hrymur’  (ekki til 2018) Lerki ‘Hrymur’ íslensk blendingstegund.
Picea engelmannii frá Rio Grande, Colorado, US.  Blágreni 40 pl. í bakka
Picea glauca  frá Ninilski, Kenaiskaga, Alaska, US. Hvítgreni í 1,5 lítra pottum.
Picea sitchensis af íslensku fræi  Sitkagreni 40 pl. í bakka
Pinus contorta af íslensku fræi. Stafafura 40 pl. í bakka
Pseudotsuga menziesii var. glauca frá Blackwater, BC.    Degli (Dögglingsviður, Douglas)