Uppfært 26. október 2020.

Opið virka daga 10.00 – þangað til of dimmt. 

Afgreiði um helgar í vetur þegar veður leyfir og ekki er allt frosið.  Nauðsynlegt að hringja á undan sér 6984840.

Nú sem besti gróðursetningartími ársins er hafinn, er um að gera að láta hendur standa fram úr ermum og njóta þess að haustrigningarnar sjá um vökvunina og ræturnar vaxa svo lengi sem jörð er frostlaus.  

  Sími  6984840.   Netfang  natthagi@natthagi.is

Hér fást einnig gjafabréf.

natthagi@natthagi.is

 Það er gott að gróðursetja í rigningu.  Þá þarf að minnsta kosti ekki að vökva.  Bara muna að klæða sig eftir veðri.

Haust- og vetrargróðursetningar lukkast vel og eru jafnvel auðveldari en gróðursetningar að vori.  Það þarf miklu sjaldnar eða ekkert að vökva, rætur vaxa svo lengi sem jörð er frostlaus og maður getur slakað meira á næsta vor.

Einn erfiðasti veturinn er vonandi að baki núna.  Byrjaði með sprengilægð 10. desember og endaði vonandi með lægðinni “með ljáinn” þann 5. apríl.  Í 32 ára sögu Nátthaga hafa skaflar aldrei fyrr orðið eins miklir og náðu næstum að kaffæra söluhúsið og sumir skaflar líta út eins og 4 metra háir Kögunarhólar.  Töluvert snjóbrot á trjánum er að koma í ljós núna eftir því sem skaflarnir bráðna og síga, en fram að síðustu lægð hafði mest allt sloppið!  Því kalla ég síðustu lægð “lægðina með ljáinn!”  Þessu fylgir mikil hreinsunarvinna loksins þegar hægt verður að komast að fyrir sköflum og þar er söluvæðið ekki undanskilið.