Uppfært 11. maí 2021.

  Opið 10.00 – 18.00 virka daga og laugardaga, en lokað á sunnudögum.

Opið á rauðum frídögum sem lenda á virkum degi: Uppstigningadag, Annan í Hvítasunnu, en lokað 17. júní og alla Verslunarmannahelgina.

Góðan og margblessaðan daginn. Nú er þetta endanlega ákveðið fyrir árið 2021, já allt sumarið.
Plöntusalan er opin í Nátthaga frá 10 til 18 alla virka daga og laugardaga, en lokað á sunnudögum. 66 ára gamall skrokkur þarf hvíld einn dag á viku, og auðvitað á hvíldardegi vikunnar. Endilega prófið þetta sjálf.
Í 27 ár hef ég staðið í brúnni og afgreitt og verið í vinnunni alla daga frá byrjun mars til loka október, og enginn hvíldardagur á því tímabili. Ekki er svo einfalt mál að finna lærða afleysingu í söluna né koma á vaktavinnukerfi í litlu einstaklingsfyrirtæki. Því er þetta niðurstaðan. Endilega deilið um allar grundir á facebook. Og bið ykkur vel að lifa og hvílast sunnudögum, eins og við gerðum öll hér áður fyrr. Kær kveðja frá Óla í Nátthaga.

Núna er fyrst og fremst hægt að nálgast ávaxtatré alls konar, peru-, epla-, kirsuberja- og plómutré, lyngrósir í tugatali, lyngplöntur (Erica), garðagullregn, beyki og rautt beyki, bambus, sakhalínbeinvið, nokkrar rósir frá Finnlandi og alls konar sígræna krúttrunna.  Fleiri runna- og trjátegundir bætast við eftir því sem líður á maí og júní.

Fyrirspurnir sendist á netfangið natthagi@natthagi.is

  Sími  6984840.   

Hér fást einnig gjafabréf.

natthagi@natthagi.is

 Það er gott að gróðursetja í rigningu.  Þá þarf að minnsta kosti ekki að vökva.  Bara muna að klæða sig eftir veðri.