Uppfært 17. júní 2019.

Gleðilegan þjóðhátíðardag.  Við höldum upp á hann og höfum ávalt lokað þann dag.

Opið 10 – 18 alla virka daga og helgar

Sími  6984840.   Netfang  natthagi@natthagi.is

Hér fást einnig gjafabréf.   Velkomin!

natthagi@natthagi.is

Uppfærslur á síðum fyrir árið 2019 eru í gangi.  Einhverjar nýjar tegundir bætast við og aðrar hverfa af listunum.  Vissulega getur sumt klárast fljótt og þá hringirðu bara á undan þér og spyrð.

Í ávaxtalistanum eru lýsingar á eplayrkjum tilbúnar, en eftir er að setja inn lýsingar á peru-, plómu- og kirsuberjayrkjum.

 Það er gott að gróðursetja í rigningu.  Þá þarf að minnsta kosti ekki að vökva.  Bara muna að klæða sig eftir veðri.

Haust- og vetrargróðursetningar lukkast vel og eru jafnvel auðveldari en gróðursetningar að vori.  Það þarf miklu sjaldnar eða ekkert að vökva, rætur vaxa svo lengi sem jörð er frostlaus og maður getur slakað á næsta vor.