Uppfært 5. nóvember 2021.

  Í vetur er opið virka daga meðan er bjart, en vissara að hringja á undan, 6984840, og vita hvort hægt er að afgreiða það sem óskað er eftir.

Lokað um helgar í vetur.

Eigandi Nátthaga gróðursetur alltaf á haustin og í þíðuköflum á veturna.  Þá þarf ekki að hafa áhyggjur af vökvun.  Margra áratuga góð reynsla. 

Nýjast á sölusvæðinu eru ný rússnesk yrki af perutrjám og eplatrjám frá Mið-Finnlandi.  Einnig nokkur Hryms-lerki tilbúin í pottum og bökkum.  Hengibirki frá Vestur- og Suður Noregi er tilbúið eftir ræktun í 5 ár frá sáningu og fjórum sinnum sorterað úr því, þannig að eftir standa bestu plönturnar.  Margar sortir af lyngrósum, berjarunnum, klifurplöntum og mikið úrval af eplayrkjum, peruyrkjum og plómuyrkjum úr eigin framleiðslu.  Sígrænir krúttrunnar.  Eik af eigin ræktun og margt fleira, sjá plöntulistana. 

Fyrirspurnir sendist á netfangið natthagi@natthagi.is

  Sími  6984840.   

Hér fást einnig gjafabréf.

natthagi@natthagi.is

 Það er gott að gróðursetja í rigningu.  Þá þarf að minnsta kosti ekki að vökva.  Bara muna að klæða sig eftir veðri. 

Haustgróðursetningar heppnast yfirleitt mjög vel og þarf sjaldan að hafa áhyggjur af vökvun.  Rætur plantna vaxa mest á haustin, þegar ofanjarðarvöxtur er hættur og farinn að tréna.