Uppfært 11. september 2022

OPIÐ Í PLÖNTUSÖLU NÁTTHAGA Í SEPTEMBER.

Mán-þri-mið-fim-fös-laugardaga 10.00 – 18.00

Sunnudaga 12.00 – 17.00 

Haustgróðursetningar heppnast yfirleitt mjög vel og þarf sjaldan að hafa áhyggjur af vökvun.  Rætur plantna vaxa mest á haustin, þegar ofanjarðarvöxtur er hættur og farinn að tréna.

Allar lyngrósir myndaðar í Nátthaga, smelltu á lyngrósatengilinn. 

Úrval af sígrænum runnum, 60 yrki af  lyngrósum og ávaxtatré (peru-, epla-, plómu- og kirsuberjatré), bleika kirsuberjatréð Ruby, berjarunnar, rósarunnar bæði harðgerir og líka viðkvæmari sortir fyrir suðurvegg, garðskála og svalaskála, ýmsir  skrautrunnar, klifurplöntur (nokkrar bergfléttusortir, klifurhortensía, nokkrar bergsóleyjasortir), vorlyng (erica), bambus og alls konar skrauttré, m.a. 4 metra há linditré, kínareynir, gráreynir, blóðbeyki, fjaðragráelri, eik og rauðbirki.  En stór birki, aspir, greni og fura eru ekki til.  Í bökkum fást sitkagreni, blágreni, birki, margir klónar af öspum og víði, einnig snjóboltarunni og blátoppur fyrir limgerði. Sjón er sögu ríkari.

 Upplýsingar í síma 6984840.

Ekki næst alltaf að svara símhringingum en netpósti alltaf svarað 

natthagi@natthagi.is

Hér fást einnig gjafabréf.

 Það er gott að gróðursetja í rigningu.  Þá þarf að minnsta kosti ekki að vökva.  Bara muna að klæða sig eftir veðri. 

Haustgróðursetningar heppnast yfirleitt mjög vel og þarf sjaldan að hafa áhyggjur af vökvun.  Rætur plantna vaxa mest á haustin, þegar ofanjarðarvöxtur er hættur og farinn að tréna.