Uppfært 28. júlí 2021.

  Opið 10.00 – 18.00 virka daga og laugardaga, en lokað á sunnudögum.

Nú er aldeilis rósailmur í plöntusölunni.  Komið og njótið…….

Plöntusalan er opin í Nátthaga frá 10 til 18 alla virka daga og laugardaga, en lokað á sunnudögum. 66 ára gamall skrokkur þarf hvíld einn dag á viku, og auðvitað á hvíldardegi vikunnar. Endilega prófið þetta sjálf.
Í 27 ár hef ég staðið í brúnni og afgreitt og verið í vinnunni alla daga frá byrjun mars til loka október, og enginn hvíldardagur á því tímabili. Ekki er svo einfalt mál að finna lærða afleysingu í söluna né koma á vaktavinnukerfi í litlu einstaklingsfyrirtæki. Því er þetta niðurstaðan. Endilega deilið um allar grundir á facebook. Og bið ykkur vel að lifa og hvílast sunnudögum, eins og við gerðum öll hér áður fyrr. Kær kveðja frá Óla í Nátthaga.

Nýjast á sölusvæðinu eru ný rússnesk yrki af perutrjám og eplatrjám frá Mið-Finnlandi, auk strandstafafuru í bökkum (kvæmi Chicagof eyja í SA-Alaska).  Mýralerki (kvæmi frá Ontario í Kanada) í bökkum einnig til og nokkur Hryms-lerki tilbúin í pottum.  Hengibirki frá Vestur- og Suður Noregi er tilbúið eftir ræktun í 5 ár frá sáningu og fjórum sinnum sorterað úr því, þannig að eftir standa bestu plönturnar.  Margar sortir af lyngrósum, berjarunnum, klifurplöntum og mikið úrval af eplayrkjum, peruyrkjum og plómuyrkjum úr eigin framleiðslu.  Sígrænir krúttrunnar.  Eik af eigin ræktun og margt fleira, sjá plöntulistana. 

Fyrirspurnir sendist á netfangið natthagi@natthagi.is

  Sími  6984840.   

Hér fást einnig gjafabréf.

natthagi@natthagi.is

 Það er gott að gróðursetja í rigningu.  Þá þarf að minnsta kosti ekki að vökva.  Bara muna að klæða sig eftir veðri.