Uppfært 22. apríl 2018. 

Endurbætur á heimasíðunni eru í fullum gangi.  Bæti við upplýsingum um tegundirnar og myndir. 

Alparósalistinn er tilbúinn 22. apríl.

Klifurplöntulistinn er tilbúinn 22. apríl.

Nú vorar loksins af fullri alvöru.  Svo segja skógarþrestir, svartþrestir og rjúpur að minnsta kosti.  Blessaður sunnan þeyr með raka vinnur fljótt á klaka.

Plöntusala er hafin, en ekki margt í boði eins og er.  Ávaxtatré, berjarunnar, ýmsar bakkaplöntutegundir af víði, öspum, lerkiblendingurinn ‘Hrymur’ og bersarunni.  Blómstrandi töfratré.   Allar sígrænar tegundir eins og sýprus, sígrænir krúttrunnar og alparósir.  Rósakirsið ‘Ruby’ tilbúið!!

Gott að hringja á undan og athuga hvort…..   6984840.   Hef opið frá 10.00 til 18.00 alla daga. 

Tvö netföng eru virk:  natthagi@natthagi.is   og natthagi@centrum.is . 

Smám saman færi ég plönturnar inn á sölusvæðið, finna tegundirnar í vetrargeymslunum, snurfussa, merkja, raða upp, en maður er alltaf svolítið hikandi, enda gerir oftast norðankulda og frost aftur, stundum alveg fram í maílok.  Á sölusvæðið eru komnar plöntur sem þola það.