Uppfært 4. nóvember 2018.

Alls konar vetrarveður stöðvar ekki vinnuna í garðplöntustöðinni.  Opnunartími er enginn sérstakur vetrarmánuðina nóvember til mars.  Hringið í 6984840 ef þig vantar trjáplöntur, gjafabréf, leggja inn pöntun o.fl.   Velkomin!

Síminn er 6984840.   

natthagi@natthagi.is

Haust- og vetrargróðursetningar lukkast vel og eru jafnvel auðveldari en gróðursetningar að vori.  Það þarf miklu sjaldnar eða ekkert að vökva, rætur vaxa svo lengi sem jörð er frostlaus og maður getur slakað á næsta vor.

Allar síður eru uppfærðar í bili og tegundalistar réttir.  Vissulega getur sumt klárast fljótt og þá hringirðu bara á undan þér og spyrð.

Í ávaxtalistanum eru lýsingar á eplayrkjum tilbúnar, en eftir er að setja inn lýsingar á peru-, plómu- og kirsuberjayrkjum.

 Það er gott að gróðursetja í rigningu.  Þá þarf að minnsta kosti ekki að vökva.  Bara muna að klæða sig eftir veðri.