Uppfært 7. september 2023

Tilkynning.  Lokað í Nátthaga Garðplöntustöð  11. – 14. september (mán.-fim.) og 18. – 20. september (mán.-fim.).  Komandi helgi og þá næstu er OPIÐ eins og venjulega og endilega drífið ykkur í haustgróðursetningarnar. 

Opnunartími: Virka daga 10-18, laugardaga 10-18 og sunnudaga 12 – 18.  Og síminn er 6984840.  natthagi@natthagi.is

Það er gott að gróðursetja í rigningu.  Þá þarf að minnsta kosti ekki að vökva.  Bara muna að klæða sig eftir veðri. 

Haustgróðursetningar heppnast yfirleitt mjög vel og þarf sjaldan að hafa áhyggjur af vökvun.  Rætur plantna vaxa mest á haustin, þegar ofanjarðarvöxtur er hættur og farinn að tréna.

Limgerðisplöntur af gljámispli (gljámispill uppseldur) og alparifsi

Eplatré, kirsuberjatré, plómutré, fjaðragráelri, kúrileyjakirsi ‘Ruby’, rauð, gul og græn súlubeyki, græn beyki, rauð beyki, og hengibeyki ‘Rohan Weeping’, mörg yrki af lyngrósum, ývið, lífvið og eini. Fjallabergsóleyjar, hausthind ‘Mustila’, anganrunni ‘Aurora’, vorlyng (ericur), dverghvítgreni, mörg yrki af berjablátopp (hunangsber), karl- og kvenplöntur af hafþyrni, rauður broddhlynur,fjallagullregn, sumareik, snælenja, töfratré. jósefsreynir, stór og lítil linditré, fjallagullregn, rauðbirki, sumareik, flest yrkin af rifsi, stikilsberjum og sólberjum, hélurifs, kirtilrifs, snjóboltarunni, bersarunni, harðgerari rósir, bæði rugósur og kanadískar, klifurrósir, kóreuklukkurunni, elinórsýrena, sýrena Royalty, sýrena James McFarlane, sýrena Agnes, kínarsýrena, Donald Wyman sýrena, Villa Nova sýrena, kínasýrena  og alls konar sígrænt t.d. kóreuþinur, glæsiþinur, munkagreni, balsamþinur, fjallaþinur, hvítþinur, silkifura, kóreufura, skuggaþöll, fjallaþinur, blátoppur, sveighyrnir, íslenksur einir bæði karl- og kvenplöntur, kristþyrnir bæði karl- og kvenplöntur, vaxlífviður. 

Eigandinn hefur allan október og nóvember 2022 nú þegar gróðursett um 200 ávaxtatré í nýjan tilraunareit og 400 barrtré af ýmsum nýjum tegundum í skógarskjóli, og heldur ótrauður áfram svo lengi sem ekki frystir mikið.  sjá facebook undir “Ólafur Sturla”.  Þessu gróðursetningatímabili lauk snarlega er frysti loksins rækilega frá 7. desember 2022 og verulega erfiður vetur tók við fyrir allan gróður.  En núna er vonandi allt á uppleið og sumarið verður vonandi hlýtt og gott með nægan raka og sól.

Allar lyngrósir myndaðar í Nátthaga, smelltu á lyngrósatengilinn. 

Úrval af sígrænum runnum, 60 yrki af  lyngrósum og ávaxtatré (peru-, epla-, plómu- og kirsuberjatré), bleika kirsuberjatréð Ruby, berjarunnar, rósarunnar bæði harðgerir og líka viðkvæmari sortir fyrir suðurvegg, garðskála og svalaskála, ýmsir  skrautrunnar, klifurplöntur (nokkrar bergfléttusortir, nokkrar bergsóleyjasortir), vorlyng (erica), bambus og alls konar skrauttré, m.a. 4 metra há linditré, kínareynir, gráreynir, blóðbeyki, fjaðragráelri, eik og rauðbirki.  En stór birki, aspir, greni og fura eru ekki til.  Í bökkum fást sitkagreni, birki, stafafura og margir klónar af öspum og víði, einnig blátoppur fyrir limgerði. Sjón er sögu ríkari.

 Upplýsingar í síma 6984840.

Ekki næst alltaf að svara símhringingum en netpósti alltaf svarað 

natthagi@natthagi.is

Hér fást einnig gjafabréf.