Uppfært 3. nóvember 2017. 

Í nóvember, desember, janúar og febrúar er plöntusala þegar viðrar til þess.  Vinsamlegast hringið samt á undan í 6984840.  

Ég bý í Nátthaga en í dimmustu vetrarmánuðum er vinnuviðveran ekki regluleg. 

Nýtt netfang er orðið virkt:  natthagi@natthagi.is   og kemur í stað þess gamla sem verður þó áfram tengt um tíma. 

Ný heimasíða er komin upp fyrir Nátthaga, sem sett var upp og unnin af BEMAR í góðu samstarfi við mig.  Eftir því sem ég læri á hana mun bætast inn á hana efni eftir þörfum. 

Salan er löngu opnuð, var reyndar opið í alla vetur, ef haft var samband í síma 6984840 á undan. 
Sölusvæðið er stútfullt, iðjagrænt og margt fallegt blómstrandi, hvert á sínum tíma frá vori og fram á haust. Lyngplönturnar dásamlegu: vorlyng, grályng, balkanlyng og beitilyng, sem Danir kalla reyndar haustlyng, blómstra hver á sínum tíma, sem gerir lyngið skemmtilegt, því að með því má hafa eitthvað blómstrandi í garðinum allan ársins hring. Vorlyngið byrjar að blómstra í þíðuköflum í janúar og er að fram í júní, grályngið og balkanlyngið blómstra um mitt sumar og svo taka allar sortirnar af beitilyngi við og blómstra til jóla. 
Munið að lyngplöntur, þ.e.a.s. Erica og Calluna þurfa engan áburð!  Þau drepast ef þau fá of mikið að „éta”.  Þau þurfa að vera skjólmegin við annan gróður fyrir þurrkandi norðanáttinni og lifa þá í áraraðir, breiða úr sér, enda jarðlægir runnar.