Uppfært 9. apríl 2021.

Meðan mikið frost er í jörðu er lítið hægt að gera, og þannig er ástandið í Nátthaga núna.  Mars og apríl eru góðir mánuðir til að klippa, snyrta og grisja í görðum og skógi.

Plöntusalan er lokuð.  Ef veður leyfir, opnar hún á Sumardaginn fyrsta.  Sölusvæðið er algerlega tómt og bíðum við færis að geta raðað inn á það trjám, runnum, rósum, berjarunnum og ávaxtatrjám. 

 Fyrirspurnir og óskir um ráð er best að senda á netfangið natthagi@natthagi.is

  Sími  6984840.   

Hér fást einnig gjafabréf.

natthagi@natthagi.is

 Það er gott að gróðursetja í rigningu.  Þá þarf að minnsta kosti ekki að vökva.  Bara muna að klæða sig eftir veðri.