Rætur trjágróðurs vaxa mest á vorin og haustin, en minnst um mitt sumar þegar ofanvöxturinn tekur alla orkuna. Þegar hægir á ofanvextinum og undirbúningur hefst fyrir vetur taka ræturnar til óspilltra mála og vaxa eins og aldrei áður!!! því eru haustgróðursetningar heppilegar. Í öðrum löndum er haustið aðalgróðursetningartíminn. Þurrkasumur ættu að vera búin að kenna okkur að nýta haustgróðursetningartímann betur. Hætta á ofþornun er hverfandi á haustin, en í júní og júlí þarf að vökva daglega í heitu og þurru sumri og margir ekki náð því. Einnig má gróðursetja um leið og jörð er þíð aftur og halda þannig áfram allan veturinn. Plöntum líður alltaf betur með rætur sínar í jörðu, frekar en að bíða með þær ofanjarðar í potti eða hnaus. Almættið sér um að vökva á haustin og veturna!