Nokkuð mikill fjöldi berjarunna hefur verið prófaður í Nátthaga. Eftirfarandi eru flest til en ekki alltaf öll.
![]() ![]() | Berjablátoppur Hunangsber | Lonicera caerulea var. edulis, ýmis yrki t.d. Boreal Blizzard, Boreal Beauty, Banana Blue, Boreal Beast, Aurora, Cinderella, Indigo Gem, Tundra, Honeybee, Doc Velikan, Blue Rock, Jugana, Vostock, Borealis | A.m.k. nokkrir tugir úrvalsyrkja eru til, ýmist amerísk að uppruna eða rússnesk. Næringarrríkur, rakur og sendinn jarðvegur hentar þeim. Gefa líka ber í skugga. Berin ílöng, tunnulaga, dökkblá, sæt og einstaklega bragðgóð. Hvert yrki þarf frjógjafa. Best er að para saman rússnesku yrkin sér og þau kanadísku sér. |
![]() ![]() | Bláberjarunnar | Vaccinium corymbosum ýmis yrki. | Oftast um metersháir og breiðir runnar. Þurfa súran jarðveg og gefinn súrtvirkandi áburður. Duga lítt utandyra hérlendis. Uppskeruöruggari í köldu gróðurhúsi. Berin þroskast í ágúst og september, sæt og bragðgóð. Runnarnir oft eldrauðir í haustlit. |
![]() | Blárifs ‘Perla’ | Ribes bracteosum | Skuggþolinn, um 1,5 m hár og breiður runni með stór blöð sem minna á hlynblöð. Berin eins og perlur á snúru, svört með ljósbláu vaxlagi. Fullþroskuð í ágúst. Sérkennilegt bragð sem passar t.d. með villidýrabráð. Njótist fersk og fín í sultur. |
![]() ![]() | Hafþyrnir | Hippophae rhamnoides | Hafþyrnir þrífst best í rýrum jarðvegi og þolir illa samkeppni við gras og álíka frekar jurtir. Hann myndar mikið af rótarskotum og breiðir því vel úr sér. Á rótum eru nitrogenbindandi bakteríur. Hafþyrnir er ýmist kven- eða karlplanta og þarf auðvitað bæði til að berjamyndun eigi sér stað. |
![]() | Hafþyrnir ‘Eva’ | Hippophae rhamnoides ‘Eva’ | Kvenkyns yrki. Finnskt. Nokkuð hár runni, um 1,5 hár og breiður með oddhvassa greinþyrna. Gulrauð, safarík ber. Þroskast í september-október. |
![]() | Hafþyrnir ‘Otto’ | Hippophae rhamnoides ‘Otto’ | Karlkyns yrki. finnskt. Nokkuð hár runni, um 1,5 hár og breiður með oddhvassa greinþyrna. Við blómgun berst frjóduftið með vindi yfir á kvenblómin. Ein karlplanta dugir fyrir hverjar 5 kvenplöntur. |
![]() | Hafþyrnir ‘Tarmo’ | Hippophae rhamnoides ‘Tarmo’ | Karlkyns yrki. Finnskt. Nokkuð hár runni, um 1 m hár og breiður með oddhvassa greinþyrna. Við blómgun berst frjóduftið með vindi yfir á kvenblómin. Ein karlplanta dugir fyrir hverjar 5 kvenplöntur. |
![]() | Hafþyrnir ‘Tytti’ | Hippophae rhamnoides ‘Tytti’ | Kvenkyns yrki. Finnskt. Nokkuð hár runni, um 1m hár og breiður með oddhvassa greinþyrna. Gulrauð, safarík ber. Þroskast í september-október. |
![]() | Hélurifs ‘Lukka’ | Ribes laxiflorum ‘Lukka’ | Grófgreinóttur, þekjandi runni, sem myndar allt að meterþykkt greinaþykkni. Laufgast snemma og þolir sein vorhret. Blóm bleik í klasa. Berin svört með blárri hélu og bragðgóð. Þroskast í júlí. Fín fersk og í sultu. Fær haustlit snemma í ágúst. Oft eldrauður. |
![]() | Hélurifs ‘PÓN’ | Ribes laxiflorum ‘PÓN’ | Lágur, þekjandi runni, sem myndar allt að 40 cm greinaþykkni. Laufgast snemma og þolir sein vorhret. Blóm bleik í klasa. Berin svört með blárri hélu og súr. Þroskast í júlí. Fín fersk og í sultu. Fær haustlit í september. Oft eldrauður. |
![]() | Hélurifs ‘Rökkva’ | Ribes laxiflorum ‘Rökkva’ | Lágur, þekjandi runni, sem myndar allt að 50-60 cm greinaþykkni. Laufgast snemma og þolir sein vorhret. Blóm bleik í klasa, áberandi falleg í maí fyrir laufgun. Lítil eða engin berjamyndun. að mestu eingöngu karlkyns blóm. Haustlitur seinni part ágúst. Oft eldrauður. |
![]() | Hindber ‘Borgund’ | Rubus idaeus ‘Borgund’ | Stór, rauð, ljúffeng ber. Næstum árviss berjauppskera frá miðjum ágúst og út september. Gamalt norskt yrki. |
![]() | Hindber ‘Vene’ | Rubus idaeus ‘Vene’ | Norskt yrki, sem gefur nokkuð árvissa uppskeru af stórum, rauðum, sætum berjum frá miðjum ágúst og út september. Verður um 120 cm hátt. |
![]() | Hlíðaramall | Amelanchier alnifolia | Skrautrunni sem verður allt að 3-4 metra hár og breiður. Myndar rótarskot. Snemmbær blómgun, hvítir blómklasar og rauð ber í fyrstu, fullþroskuð blá. Haustlitur áberandi gulur og rauður. |
![]() | Hvítrifs ‘Hvid Hollandsk’ | Ribes spicatum ‘Hvid Hollandsk’ | Um 1,5 m hár og breiður runni. Góð uppskera af litlausum berjum, hvítum. Ögn minna súr en Röd Hollandsk. |
![]() | Hvítrifs ‘Weisse Parel’ | Ribes spicatum ‘Weisse Parel’ | Um 1,5 m hár og breiður runni. Góð uppskera af litlausum berjum, hvítum. Ögn minna súr en Röd Hollandsk. |
![]() | Jóstaber | Ribes x nidigrolarium ‘Jostaber’ | Um 1-1,5 m hár og breiður runni með þyrnalausar greinar. Blendingur sólberja og stikilsberja og má finna bragðið af báðum í einu beri. Nokkuð árviss uppskera en ekki mikil. |
![]() | Kirtilrifs | Ribes glandulosum | Lágur þekjurunni, myndar um 30-50 cm þykkt greinaþykkni. Laufgast snemma og þolir sein vorhret. Blóm hvít, berin rauð, frekar súr og henta í sultugerð. Fær oft eldrauðan haustlit í september. |
![]() | Rauðrifs ‘Jonkheer van Tetz’ | Ribes spicatum ‘Jonkheer van Tetz’ | Eldgamalt evrópskt yrki. Í ræktun hér síðustu 30 ár a.m.k. Um 1,5 m hár og breiður runni. Uppskerumikið og þroskast um viku fyrr en Röd Hollandsk. Berin ljúffengari og minna súr. |
![]() | Rauðrifs ‘Rosetta’ | Ribes spicatum ‘Rosetta’ | Nýlegt yrki hér. Berin ljósrauð. Bragðgóð. Um 1,5 m hár og breiður runni. |
![]() | Rauðrifs ‘Röd Hollandsk’ | Ribes spicatum ‘Röd Hollandsk’ | Meira en 300 ára gamalt evrópskt yrki. Í ræktun hérlendis síðan um 1900. Um 1,5 m hár og breiðari runni, stundum stærri. Uppskerumikið, berin í súrara lagi. |
![]() | Sólber ‘Big Ben’ | Ribes nigrum ‘Big Ben’ | Um 1,5 m hár runni með stífar lóðréttar greinar. Berin stór, sæt og bragðgóð. Þroskast í september. |
![]() | Sólber ‘Hedda’ | Ribes nigrum ‘Hedda’ | Um 1 m hár og breiður runni. Nokkuð góð uppskera og berin bragðgóð. |
![]() | Sólber ‘Hildur’ | Ribes nigrum ‘Hildur’ | Um 1,5 m hár runni með stífar lóðréttar greinar. Bragðgóð ber. |
![]() | Sólber ‘Jänkisjärvi’ | Ribes nigrum ‘Jänkisjärvi’ | Snemmþroska yrki, oft með fullþroskuð ber í lok júlí, stór og sæt, tilvalin í sumardessert. Runninn verður um 1-1,5 metra hár og breiður með stíft uppréttar greinar. |
![]() | Sólber ‘Kristin’ | Ribes nigrum ‘Kristin’ | Norskt yrki, um 1,5 m hár runni með stífar lóðréttar greinar. Bragðgóð ber í löngum berjaklösum. Þroskast í september. |
![]() | Sólber ‘Marski’ | Ribes nigrum ‘Marski’ | Um 1,5 m hár runni með stífar lóðréttar greinar. Stór, sæt og bragðgóð ber í desserta og sultugerð. Þroskast í september. |
![]() | Sólber ‘Melalahti’ | Ribes nigrum ‘Melalahti’ | Eitt langalgengasta yrkið í sölu hérlendis. Uppskerumikill um 1,5 m hár og breiður runni, með stíft uppréttar greinar. Bragðgóð ber og henta vel í sultu, frystingu og alls konar matvinnslu. |
![]() | Sólber ‘Mikael’ | Ribes nigrum ‘Mikael’ | Um 1,3 m hár og breiður runni með stífar lóðréttar greinar. Berin einstakleg sæt og mild á bragðið. Góð fersk í desserta, einnig fín í sultugerð. |
![]() | Sólber ‘Morti’ | Ribes nigrum ‘Morti’ | Frekar hávaxið yrki, allt að 2 m hátt með stinnar, lóðréttar greinar. Berin þroskast í september og henta í sultugerð og alls konar matargerð. |
![]() | Sólber ‘Narve Viking’ | Ribes nigrum ‘Narve Viking’ | Um 1,5 m hár runni með stífar lóðréttar greinar. Stór, sæt og sérlega bragðgóð ber. Hentar bæði í dessert, sultugerð og safa. Þroskast í september. |
![]() | Sólber ‘Nikkala IX’ | Ribes nigrum ‘Nikkala’ | Lágvaxinn runni, yfirleitt undir meter á hæð, en breiðari og greinar leggjast auðveldlega undan berjaþyngd. Mjög bragðgóð ber. |
![]() | Sólber ‘Ola’ | Ribes nigrum ‘Ola’ | Um 1,5 m hár runni með stífar lóðréttar greinar. Bragðgóð ber. |
![]() | Sólber ‘Polar’ | Ribes nigrum ‘Polar’ | Um 1,5 m hár og breiður runni með stífar lóðréttar greinar. Stór, bragðgóð ber sem þroskast í ágúst. |
![]() | Sólber ‘Storklasig’ | Ribes nigrum ‘Storklasig’ | Um 1,5 m hár og breiður runni, nokkuð uppskerumikill. Berin bragðgóð, en henta betur í sultugerð og alls konar matvinnslu. |
![]() | Sólber ‘Sunderbyn II’ | Ribes nigrum ‘Sunderbyn’ | Uppskerumikill, um 1,5 m hár og breiður runni. Meðalstór, mjög bragðgóð ber. Vaxtarlag gott, upprétt, en sligast stundum af mikilli uppskeru. |
![]() | Sólber ‘Titania’ | Ribes nigrum ‘Titania’ | Frekar hávaxið yrki, allt að 2 m hátt með stinnar, lóðréttar greinar. Berin þroskast í september og henta í sultugerð og alls konar matargerð. |
![]() | Sólber ‘Vertii’ | Ribes nigrum ‘Vertii’ | Um 1 m hár og breiður runni. Berin gulgræn og mjög bragðgóð. Þroskast í lok ágúst. |
![]() | Sólber ‘Öjebyn | Ribes nigrum ‘Öjebyn’ | Gamalt sænskt yrki, um 1,5 m hár og breiðari runni. Í rakri og næringarríkri jörð eru greinar linari og leggjast auðveldlega undan uppskeruþunga. Bragðgóð, meðalstór ber. Þroskast í ágúst. |
![]() | Stikilsber ‘Black Velvet’ | Ribes uva-crispa ‘Black Velvet’ | Um 1 m hár og breiður runni með þyrnóttar greinar. Ber miðlungsstór, blásvört og einstaklega sæt og bragðgóð. Frábær í dessert. Þroskast í september. |
![]() | Stikilsber ‘Captivator’ | Ribes uva-crispa ‘Captivator’ | Um 1 m hár og breiður runni með nærri þyrnalausar greinar. Berin rauð, sæt og bragðgóð. Fín í dessert og sultugerð. Þroskast í september. |
![]() | Stikilsber ‘Hughton’ | Ribes uva-crispa ‘Hughton’ | Um 1 m hár og breiður runni með þyrnóttar greinar. Berin miðlungsstór, rauð og einstaklega sæt og bragðgóð. Henta í dessert, sultur, safa og heilfrystingu. Þroskast í september. |
![]() | Stikilsber ‘Hinnomäki Keltäinen’ | Ribes uva-crispa ‘Hinnomäki Keltäinen’ | Frekar lágur, fíngerður runni, undir 1 m á hæð en breiðari. Þyrnóttar greinar. Berin gulgræn og bara rétt ísúr. Bragðgóð fersk og í sultugerð. |
![]() | Stikilsber ‘Langagerði’ | Ribes uva-crispa ‘Langagerði’ | Um 1,5 m hár og breiður runni með þyrnóttar greinar. Mjög uppskerumikill. Berin ljósrauð til rauð, bragðmikil sætsúr. Henta vel í heilfrystingu, sultugerð og bökur. Þroskast oft fyrir lok ágúst. |
![]() | Stikilsber ‘Lepaan Punainen’ | Ribes uva-crispa ‘Lepaan Punainen’ | Um 1 m hár og breiður runni með þyrnóttar greinar. Berin dökkrauð eða brúnrauð sætsúr með kraftmikið bragð. Hentar vel í heilfrystingu, sultugerð og bökur. Þroskast oft fyrir lok ágúst. |