Nokkuð mikill fjöldi berjarunna hefur verið prófaður í Nátthaga. Eftirfarandi eru flest til en ekki alltaf öll.

Berjablátoppur
Hunangsber
Lonicera caerulea var. edulis, ýmis yrki t.d.

Boreal Blizzard, Boreal Beauty, Banana Blue, Boreal Beast, Aurora, Cinderella, Indigo Gem, Tundra, Honeybee, Doc Velikan, Blue Rock, Jugana, Vostock, Borealis
A.m.k. nokkrir tugir úrvalsyrkja eru til, ýmist amerísk að uppruna eða rússnesk. Næringarrríkur, rakur og sendinn jarðvegur hentar þeim. Gefa líka ber í skugga. Berin ílöng, tunnulaga, dökkblá, sæt og einstaklega bragðgóð. Hvert yrki þarf frjógjafa. Best er að para saman rússnesku yrkin sér og þau kanadísku sér.
BláberjarunnarVaccinium corymbosum ýmis yrki. Oftast um metersháir og breiðir runnar. Þurfa súran jarðveg og gefinn súrtvirkandi áburður. Duga lítt utandyra hérlendis. Uppskeruöruggari í köldu gróðurhúsi. Berin þroskast í ágúst og september, sæt og bragðgóð. Runnarnir oft eldrauðir í haustlit.
Blárifs ‘Perla’Ribes bracteosumSkuggþolinn, um 1,5 m hár og breiður runni með stór blöð sem minna á hlynblöð. Berin eins og perlur á snúru, svört með ljósbláu vaxlagi. Fullþroskuð í ágúst. Sérkennilegt bragð sem passar t.d. með villidýrabráð. Njótist fersk og fín í sultur.
HafþyrnirHippophae rhamnoidesHafþyrnir þrífst best í rýrum jarðvegi og þolir illa samkeppni við gras og álíka frekar jurtir. Hann myndar mikið af rótarskotum og breiðir því vel úr sér. Á rótum eru nitrogenbindandi bakteríur. Hafþyrnir er ýmist kven- eða karlplanta og þarf auðvitað bæði til að berjamyndun eigi sér stað.
Hafþyrnir ‘Eva’Hippophae rhamnoides ‘Eva’Kvenkyns yrki. Finnskt. Nokkuð hár runni, um 1,5 hár og breiður með oddhvassa greinþyrna. Gulrauð, safarík ber. Þroskast í september-október.
Hafþyrnir ‘Otto’Hippophae rhamnoides ‘Otto’Karlkyns yrki. finnskt. Nokkuð hár runni, um 1,5 hár og breiður með oddhvassa greinþyrna. Við blómgun berst frjóduftið með vindi yfir á kvenblómin. Ein karlplanta dugir fyrir hverjar 5 kvenplöntur.
Hafþyrnir ‘Tarmo’Hippophae rhamnoides ‘Tarmo’Karlkyns yrki. Finnskt. Nokkuð hár runni, um 1 m hár og breiður með oddhvassa greinþyrna. Við blómgun berst frjóduftið með vindi yfir á kvenblómin. Ein karlplanta dugir fyrir hverjar 5 kvenplöntur.
Hafþyrnir ‘Tytti’Hippophae rhamnoides ‘Tytti’Kvenkyns yrki. Finnskt. Nokkuð hár runni, um 1m hár og breiður með oddhvassa greinþyrna. Gulrauð, safarík ber. Þroskast í september-október.
Hélurifs ‘Lukka’Ribes laxiflorum ‘Lukka’Grófgreinóttur, þekjandi runni, sem myndar allt að meterþykkt greinaþykkni. Laufgast snemma og þolir sein vorhret. Blóm bleik í klasa. Berin svört með blárri hélu og bragðgóð. Þroskast í júlí. Fín fersk og í sultu. Fær haustlit snemma í ágúst. Oft eldrauður.
Hélurifs ‘PÓN’Ribes laxiflorum ‘PÓN’Lágur, þekjandi runni, sem myndar allt að 40 cm greinaþykkni. Laufgast snemma og þolir sein vorhret. Blóm bleik í klasa. Berin svört með blárri hélu og súr. Þroskast í júlí. Fín fersk og í sultu. Fær haustlit í september. Oft eldrauður.
Hélurifs ‘Rökkva’Ribes laxiflorum ‘Rökkva’Lágur, þekjandi runni, sem myndar allt að 50-60 cm greinaþykkni. Laufgast snemma og þolir sein vorhret. Blóm bleik í klasa, áberandi falleg í maí fyrir laufgun. Lítil eða engin berjamyndun. að mestu eingöngu karlkyns blóm. Haustlitur seinni part ágúst. Oft eldrauður.
Hindber ‘Borgund’Rubus idaeus ‘Borgund’Stór, rauð, ljúffeng ber. Næstum árviss berjauppskera frá miðjum ágúst og út september. Gamalt norskt yrki.
Hindber ‘Vene’Rubus idaeus ‘Vene’Norskt yrki, sem gefur nokkuð árvissa uppskeru af stórum, rauðum, sætum berjum frá miðjum ágúst og út september. Verður um 120 cm hátt.
HlíðaramallAmelanchier alnifoliaSkrautrunni sem verður allt að 3-4 metra hár og breiður. Myndar rótarskot. Snemmbær blómgun, hvítir blómklasar og rauð ber í fyrstu, fullþroskuð blá. Haustlitur áberandi gulur og rauður.
Hvítrifs ‘Hvid Hollandsk’Ribes spicatum ‘Hvid Hollandsk’Um 1,5 m hár og breiður runni. Góð uppskera af litlausum berjum, hvítum. Ögn minna súr en Röd Hollandsk.
Hvítrifs ‘Weisse Parel’Ribes spicatum ‘Weisse Parel’Um 1,5 m hár og breiður runni. Góð uppskera af litlausum berjum, hvítum. Ögn minna súr en Röd Hollandsk.
JóstaberRibes x nidigrolarium ‘Jostaber’Um 1-1,5 m hár og breiður runni með þyrnalausar greinar. Blendingur sólberja og stikilsberja og má finna bragðið af báðum í einu beri. Nokkuð árviss uppskera en ekki mikil.
KirtilrifsRibes glandulosumLágur þekjurunni, myndar um 30-50 cm þykkt greinaþykkni. Laufgast snemma og þolir sein vorhret. Blóm hvít, berin rauð, frekar súr og henta í sultugerð. Fær oft eldrauðan haustlit í september.
Rauðrifs ‘Jonkheer van Tetz’Ribes spicatum ‘Jonkheer van Tetz’Eldgamalt evrópskt yrki. Í ræktun hér síðustu 30 ár a.m.k. Um 1,5 m hár og breiður runni. Uppskerumikið og þroskast um viku fyrr en Röd Hollandsk. Berin ljúffengari og minna súr.
Rauðrifs ‘Rosetta’Ribes spicatum ‘Rosetta’Nýlegt yrki hér. Berin ljósrauð. Bragðgóð. Um 1,5 m hár og breiður runni.
Rauðrifs ‘Röd Hollandsk’Ribes spicatum ‘Röd Hollandsk’Meira en 300 ára gamalt evrópskt yrki. Í ræktun hérlendis síðan um 1900. Um 1,5 m hár og breiðari runni, stundum stærri. Uppskerumikið, berin í súrara lagi.
Sólber ‘Big Ben’Ribes nigrum ‘Big Ben’Um 1,5 m hár runni með stífar lóðréttar greinar. Berin stór, sæt og bragðgóð. Þroskast í september.
Sólber ‘Hedda’Ribes nigrum ‘Hedda’Um 1 m hár og breiður runni. Nokkuð góð uppskera og berin bragðgóð.
Sólber ‘Hildur’Ribes nigrum ‘Hildur’Um 1,5 m hár runni með stífar lóðréttar greinar. Bragðgóð ber.
Sólber ‘Jänkisjärvi’Ribes nigrum ‘Jänkisjärvi’Snemmþroska yrki, oft með fullþroskuð ber í lok júlí, stór og sæt, tilvalin í sumardessert.  Runninn verður um 1-1,5 metra hár og breiður með stíft uppréttar greinar.
Sólber ‘Kristin’Ribes nigrum ‘Kristin’Norskt yrki, um 1,5 m hár runni með stífar lóðréttar greinar. Bragðgóð ber í löngum berjaklösum. Þroskast í september.
Sólber ‘Marski’Ribes nigrum ‘Marski’Um 1,5 m hár runni með stífar lóðréttar greinar. Stór, sæt og bragðgóð ber í desserta og sultugerð. Þroskast í september.
Sólber ‘Melalahti’Ribes nigrum ‘Melalahti’Eitt langalgengasta yrkið í sölu hérlendis. Uppskerumikill um 1,5 m hár og breiður runni, með stíft uppréttar greinar. Bragðgóð ber og henta vel í sultu, frystingu og alls konar matvinnslu.
Sólber ‘Mikael’Ribes nigrum ‘Mikael’Um 1,3 m hár og breiður runni með stífar lóðréttar greinar. Berin einstakleg sæt og mild á bragðið. Góð fersk í desserta, einnig fín í sultugerð.
Sólber ‘Morti’Ribes nigrum ‘Morti’Frekar hávaxið yrki, allt að 2 m hátt með stinnar, lóðréttar greinar. Berin þroskast í september og henta í sultugerð og alls konar matargerð.
Sólber ‘Narve Viking’Ribes nigrum ‘Narve Viking’Um 1,5 m hár runni með stífar lóðréttar greinar. Stór, sæt og sérlega bragðgóð ber. Hentar bæði í dessert, sultugerð og safa. Þroskast í september.
Sólber ‘Nikkala IX’Ribes nigrum ‘Nikkala’Lágvaxinn runni, yfirleitt undir meter á hæð, en breiðari og greinar leggjast auðveldlega undan berjaþyngd. Mjög bragðgóð ber.
Sólber ‘Ola’Ribes nigrum ‘Ola’Um 1,5 m hár runni með stífar lóðréttar greinar. Bragðgóð ber.
Sólber ‘Polar’Ribes nigrum ‘Polar’Um 1,5 m hár og breiður runni með stífar lóðréttar greinar. Stór, bragðgóð ber sem þroskast í ágúst.
Sólber ‘Storklasig’Ribes nigrum ‘Storklasig’Um 1,5 m hár og breiður runni, nokkuð uppskerumikill. Berin bragðgóð, en henta betur í sultugerð og alls konar matvinnslu.
Sólber ‘Sunderbyn II’Ribes nigrum ‘Sunderbyn’Uppskerumikill, um 1,5 m hár og breiður runni. Meðalstór, mjög bragðgóð ber. Vaxtarlag gott, upprétt, en sligast stundum af mikilli uppskeru.
Sólber ‘Titania’Ribes nigrum ‘Titania’Frekar hávaxið yrki, allt að 2 m hátt með stinnar, lóðréttar greinar. Berin þroskast í september og henta í sultugerð og alls konar matargerð.
Sólber ‘Vertii’Ribes nigrum ‘Vertii’Um 1 m hár og breiður runni. Berin gulgræn og mjög bragðgóð. Þroskast í lok ágúst.
Sólber ‘Öjebyn Ribes nigrum ‘Öjebyn’Gamalt sænskt yrki, um 1,5 m hár og breiðari runni. Í rakri og næringarríkri jörð eru greinar linari og leggjast auðveldlega undan uppskeruþunga. Bragðgóð, meðalstór ber. Þroskast í ágúst.
Stikilsber ‘Black Velvet’Ribes uva-crispa ‘Black Velvet’Um 1 m hár og breiður runni með þyrnóttar greinar. Ber miðlungsstór, blásvört og einstaklega sæt og bragðgóð. Frábær í dessert. Þroskast í september.
Stikilsber ‘Captivator’Ribes uva-crispa ‘Captivator’Um 1 m hár og breiður runni með nærri þyrnalausar greinar. Berin rauð, sæt og bragðgóð. Fín í dessert og sultugerð. Þroskast í september.
Stikilsber ‘Hughton’Ribes uva-crispa ‘Hughton’Um 1 m hár og breiður runni með þyrnóttar greinar. Berin miðlungsstór, rauð og einstaklega sæt og bragðgóð. Henta í dessert, sultur, safa og heilfrystingu. Þroskast í september.
Stikilsber ‘Hinnomäki Keltäinen’Ribes uva-crispa ‘Hinnomäki Keltäinen’Frekar lágur, fíngerður runni, undir 1 m á hæð en breiðari. Þyrnóttar greinar. Berin gulgræn og bara rétt ísúr. Bragðgóð fersk og í sultugerð.
Stikilsber ‘Langagerði’Ribes uva-crispa ‘Langagerði’Um 1,5 m hár og breiður runni með þyrnóttar greinar. Mjög uppskerumikill. Berin ljósrauð til rauð, bragðmikil sætsúr. Henta vel í heilfrystingu, sultugerð og bökur. Þroskast oft fyrir lok ágúst.
Stikilsber ‘Lepaan Punainen’Ribes uva-crispa ‘Lepaan Punainen’Um 1 m hár og breiður runni með þyrnóttar greinar. Berin dökkrauð eða brúnrauð sætsúr með kraftmikið bragð. Hentar vel í heilfrystingu, sultugerð og bökur. Þroskast oft fyrir lok ágúst.