Broddhlynur, Acer platanoides.
Broddhlynur er ennþá fágætur á Íslandi, enda á hann sér gamla sögu um vanþrif og mikið kal hjá þeim
kvæmum sem var reynt að rækta hér áður fyrr. Í Nátthaga eru búnar til broddhlynsplöntur upp af fræi sem
er frá Fåberg, norðarlega í Austur-Noregi. Margar plöntur af þessu fræi spjara sig vel og kala ekkert eða mjög lítið
vaxa rólega en nokkuð örugglega upp. Þær vaxa hægar upp heldur en garðahlynurinn sem flestir þekkja, en
verða EKKI fyrir haustkali eins og sá. Mikilvægt er að ala upp broddhlyn í 5 ár áður en hann er seldur, og síðustu 3 árin
utandyra, svo að veturinn sorteri burt vesalingana. Plönturnar eru breytilegar upp af fræi!
Broddhlynur er með fegurstu hlyntrjám sem til eru. Vorlaufið er iðjafagurt og litrík, blöðin eins og örþunnir blævængir,
og haustliturinn brakandi gulur og yfir í rautt. Eftir er að sjá hvort ungu broddhlynstrén eigi eftir að blómstra, en blómgunin
er einmitt mjög áberandi hjá broddhlyn! Hann blómstrar nefnilega FYRIR laufgun, skærgulgrænum blómsveipum um alla
trjákrónuna, og má heita að krónan glitri í sólskininu.
Eins og fyrir garðahlyn er best að velja broddhlyn skjólsælan stað og byggja vel undir hann með næringaríkum og myldnum
jarðvegi. Viðkvæmasti hluti broddhlyns eru blöðin skömmu eftir laufgun, en þá geta þau rifnað illa af roki, en seinna þola þau það vel.
Haustlitir broddhlyns í Nátthaga.