Rauður broddhlynur, Acer platanoides ‘Faassens Black’ og ‘Royal Red’

Rauður broddhlynur þarf gott skjól og hlýlegan stað til að þrífast þokkalega.

Blöðin eru eins og nafnið gefur til kynna, rauð, dökkrauð og stundum nærri svört.

Þau eru mjög þunn og stór og geta barist illa í miklu roki, því er gott skjól nauðsynlegt.

Yrkin ‘Faassens Black’ og ‘Royal Red’ hafa staðið sig þokkalega hér í Nátthaga og smástækka.

Ber á haustkali, enda yrkin töluvert hitakærari en sjálf aðaltegundin broddhlynur. 

Rauður broddhlynur er mikið skraut og má til dæmis nota hann til að fegra gamla og gróna

garða, sem eru með stórum trjám allt í kring. 

Með rauðum broddhlyn má segja að punkturinn yfir i-ið sé komin í andlitslyftingu gamals og gróins garðs.

Vinstra megin er mynd af ‘Faasen’s Black’ og hægra megin mynd af laufi ‘Royal Red’

 

Rauður broddhlynur