Beyki, Fagus sylvatica og Blóðbeyki, Fagus sylvatica ‘Atropunicea’

Beyki er til í ýmsum gömlum görðum á höfuðborgarsvæðinu og sennilega víðar. 

Það vex hægt og myndar mjög skemmtilegar, kræklóttar og ellilegar trjákrónur. 

Stofninn er bugðóttur, enda ekki von á öðru þegar tegund er flutt í kaldara loftsslag, þar sem

hún á ekki möguleika á að vaxa upp á eðlilegan og þokkafullan hátt.   Beykið vex samt alveg

furðanlega vel á skjólgóðum og hlýlegum stöðum, þrátt fyrir að það verði oft fyrir haustkali meðan trén eru ung, af því

að það lýkur sumarvexti sínum seint.  Til að byrja með myndar það all stóran brúsk, sem síðan með

klippingu má móta í tré.  Þannig urðu til 5-6 metra há beyki hér á landi, sem núna eru um

60 ára gömul. 

Eitt af sérkennum beykis, er að halda blöðunum visnum á ungum greinum allan veturinn.  Gefur þetta

útlit alveg sérstaka stemmningu í garðinn.  Nýju blöðin eru iðjaljósgræn og gljáandi á vorin og yfirhöfuð

vekur beyki athygli allan ársins hring.   Beyki þarf frjóan og myldin jarðveg.

Í Nátthaga er framleitt beyki af fræi frá nyrsta beykiskógi í heimi í Larvik í Suður-Noregi. 

Myndin hér fyrir neðan er tekin í mars og sýnir beykið í vetrarbúningi vinstra megin og sumarbúningi hægra megin.

Neðri myndin er af blóðbeyki ‘Atropunicea’ í Nátthaga og hægri myndin er af grænu hengibeyki í Noregi.

Neðsta myndin er af hengiblóðbeyki ‘Purple Fountain’ mynd frá Hollandi.

Beyki