Listinn yfir lyngrósir uppfærður einu sinni enn í júní 2024. Myndirnar eru flestar úr eigin safni Ó.S.N. Hér eru birtar eingöngu þær sortir sem eru til í plöntusölunni 2024. Sjötíu og fimm sortir í boði og þar af aðeins þrjár eru óreyndar hjá Ó.S.N.
Lyngrósir eru einnig kallaðar alparósir og róslyng. Í Nátthaga er lyngrósarnafnið valið, af því það tengir ættkvíslina Rhododendron við aðrar plöntur lyngættar, t.d. Calluna, Erica, Vaccinium etc. Heitið alparósir er tengt við alls konar ljóðrænu og skáldskap og varð til í Alpafjöllum Evrópu sem samheiti fyrir lyngrósirnar urðalyngrós og hjallalyngrós sem eru villtar þar, sú fyrri á súru bergi og sú seinni á kalkríku bergi.
Eigandi Nátthaga Garðplöntustöðvar, Ólafur Sturla Njálsson, hefur í áratugi flutt inn og prófað hundruð lyngrósa í garði sínum og skógrækt.
Í Nátthaga fá þær ekkert sérstakt vetrarskýli, en eru staðsettar í skjólgóðum bollum, við brekkufót í skjóli fyrir verstu norðanáttum eða innan um annan gróður sem skýlir þeim. En fyrir hinn almenna garðeiganda mælir Ólafur með strigaskýli í kringum hverja lyngrós, eða kringum hvert lyngrósabeð, þannig að striginn nái að minnsta kosti hálfan meter uppfyrir lyngrósina. Betra er að hafa opið upp, frekar en að loka alveg, því að lyngrósir þurfa birtu allan veturinn líka. Það er betra að byrja á að kynnast ræktun lyngrósa með því að byrja á þennan hátt. Seinna með meiri reynslu, finnur maður hvar er nógu gott skjól að ekki þurfi að setja upp sérstakt vetrarskýli, t.d. í mjög skjólgóðum og lokuðum garði, þar sem lítil hætta er á að norðanþurrkandi vetrarvindar næði um þær óheft.
NB! Eftir margra ára ræktun lyngrósa, alveg síðan 1972, er orðið dagsljóst fyrir Ólafi, að algjör óþarfi er að sýra jarðveg aukalega fyrir lyngrósir við íslenskar aðstæður!!! (tek fram að ekki eru allir sammála um það!) Margra ára ræktun í góðri garðmold sýnir, að þær þrífast best og lifa lengst í venjulegum jarðvegi sem hentar flestum garðplöntum og trjám. Að sýra jarðveginn og nota mikinn áburð hefur ansi oft frekar drepið lyngrósir frekar en að hjálpa þeim á Íslandi og einnig í Norður-Noregi! Það er svo auðvelt að ofgera, og í köldu loftslagi á ekki allt við sem talið er best í miklu hlýrri löndum. Hin gullna regla, “minna er betra” á vel við um lyngrósir sem eru mjög nægjusamar í eðli sínu, alveg eins og beitilyngið íslenska. Til að fá jarðveginn myldin og mjúkan fyrir lyngarósarætur, er gott að blanda saman við hann hrossataði til helminga, alveg niður í 40 cm dýpt. Á haustin rakar maður saman laufi úr garðinum og setur yfir moldina kringum lyngrósarunnana. Laufið rotnar síðan næsta sumar og verður að næringu fyrir lyngrósirnar.
!!! SKJÓLIÐ fyrir vetrarnæðingum þarf að vera MJÖG gott, svo að lyngrósaræktun lukkist vel !!!
Neðangreind lyngrósayrki og tegundir eru í eðli sínu mjög harðgerar, svo fremi sem ræktunarstaður býður upp á gott skjól. NB! við sum yrkin stendur “ný sort”, sem þýðir að hún er óreynd eða aðeins stutt reynsla af henni hér í Nátthaga, en álitleg skv. ættartré sínu.
Smágerðar tegundir og yrki: Blöð eru 1-4 cm á lengd. Flestar eru lægri en 20-30 cm á hæð og álíka breiðar eftir nokkur ár. | | | |
![]() | Rh. anthopogon ‘Lilleröd’ | Purpuralitur | Lágvaxin |
![]() | Rh. calostrotum ‘Rock’s form’ blómstrar aftur í ágúst. | Lillarauð | Lágvaxin |
![]() | Rh. ferrugineum – Urðalyngrós frá Alpafjöllum. | Bleikur | Lágvaxin |
![]() | Rh. hirsutum – Hjallalyngrós | Bleikur | Lágvaxin |
![]() | Rh. impeditum | Fjólublár | Dvergvaxin |
![]() | Rh. impeditum ‘Azurika’ | Fjólublár | Lágvaxin |
![]() | Rh. impeditum ‘Luisella’ | Fjólublár | Lágvaxin |
![]() | Rh. impeditum ‘Ramapo’ | Lillablár | Lágvaxin |
![]() | Rh. ‘Purple Gem’ (ný sort) | Fjólublár | Lágvaxin |
![]() | Rh. myrtifolium – Myrtulyngrós frá Balkanskaga | Bleikur | Lágvaxin |
![]() | Rh. nitidulum var. omeiense | Fjólublár | Dvergvaxin |
Stærri tegundir og yrki: Lágvaxinn er um 30-50 cm á hæð og breidd. Miðlungsstór er 40 – 70 cm á hæð og breidd. Stór verður hærri en 1 meter og breiðari. | | | |
![]() | ‘Arabella’ (yakushimanum hybrid) | Bleikur | Miðlungsstór |
![]() | ‘August Lampken’ (williamsianum hybrid) | Dökkbleikur | Stór |
![]() | ‘Baden-Baden’ (repens hybrid) | Hárauður | Lágvaxin |
![]() | ‘Belami’ | Bleikur með rautt gin | Miðlungsstór |
![]() | ‘Belkanto’ Gullgulur Miðlungsstór | Gulur | Miðlungsstór |
![]() | ‘Blueshine Girl’ | Ljósbleikur | Miðlungsstór |
![]() | ‘Bohlkens Lupinenberg Laguna’ | Lúpínublár | Stór |
![]() | ‘Bohlkens Roter Stern’ | Dökkrauður | Miðlungsstór |
![]() | ‘Bohlkens Snow Fire’ (yakushimanum hybrid) | Hvítur með rautt gin | Lágvaxin |
![]() | ‘Bastas Beauty’ | Fjólublár með gult gin | Lágvaxin |
![]() | ‘Bremen’ (williamsianum hybrid) (ný sort) | Bleikur | Miðlungsstór |
![]() | ‘Colibri’ (yakushimanum hybrid) | Skærbleikur | Lágvaxin |
![]() | ‘Cunningham’s White’ (góð fyrir byrjendur!) | Pastellhvítur | Stór |
![]() | ‘Diadem’ | Ljósbleikur með rautt gin | Miðlungsstór |
![]() | ‘Dramatic Dark’ | Dökkfjólublár | Miðlungsstór |
![]() ![]() | ‘Dreamland’ (yakushimanum hybrid) | Bleikur bylgjuð krónublöð | Miðlungsstór |
![]() | ‘Edelweiss’ (yakushimanum hybrid) með loðin blöð | Hvítur | Miðlungsstór |
![]() | ‘Fantastica’ (yakushimanum hybrid) | Skærbleikur | Miðlungsstór |
![]() | ‘Fastuosum Flore Pleno’ með fyllt blóm | Fjólublár | Stór |
![]() | ‘Gartendirektör Glocker’ (williamsianum hybrid) | Dökkbleikur | Miðlungsstór |
![]() | ‘Goldbukett’ (wardii hybrid) | Gulur | Miðlungsstór |
![]() | ‘Goldinetta’ | Gulur | Miðlungsstór |
![]() | ‘Graffito’ | Ljósbleikur með dökkt gin | Miðlungsstór |
![]() | ‘Grandiflorum’ (catawbiense hybrid) | Bleikfjólublár | Stór |
![]() | ‘Gunnar Vestergaard’ | Óransgulur | Stór |
![]() | ‘Hachmann’s Feuerschein’ bylgjuð blöð | Hárauður | Stór |
![]() | ‘Hachmann’s Picobello’ | Hvítur með dökkt gin | Miðlungsstór |
![]() | ‘Kalinka’ (yakushimanum hybrid) | Rauðbleikur | Miðlungsstór |
![]() | ‘Koichiro Wada’ (Rh. yakushimanum ‘Koichiro Wada’) með loðin blöð | Bleik í knúpp Hvítur | Lágvaxin |
![]() | ‘Lee’s Dark Purple’ (catawbiense hybrid) | Fjólublár | Stór |
![]() ![]() | ‘Marlis’ (yakushimanum hybrid) | Bleikur | Miðlungsstór |
![]() | ‘Metallica’ | Ljósfjólublár með dökkt gin | Miðlungsstór |
![]() | ‘Orange Flirt’ | Óransgulur | Lágvaxin |
![]() | ‘Pfauenauge’ | Sýrenulillableikur | Stór |
![]() | Rhododendron bureavii ‘Teddy Bear’ með loðin blöð | Bleik í knúpp Hvítur | Stór |
![]() | Rhododendron catawbiense ‘Album’ | Hvítur | Stór |
![]() | Rhododendron dichroanthum ‘Böhmen’ | Óransgulur með bleikan jaðar | Lágvaxin |
![]() | Rhododendron makinoi ‘Silber’ | Ljósbleikur | Lágvaxin |
![]() | Rhododendron pachysanthum | Hvítur | Lágvaxin |
![]() | Rhododendron pachysanthum ‘Silberleaf’ | Ljósbleikur | Miðlungsstór |
![]() | Rhododendron pseudochrysanthum ‘Golfer’ með loðin blöð | Bleikur í knúpp Hvítur | Lágvaxin |
![]() ![]() | Rhododendron rex ‘Great Dane’ | Hvítur með dökkrauðar doppur | Miðlungsstór |
![]() | Rhododendron roxianum ‘Blewberry’ | Hvítur með rautt gin | Miðlungsstór |
![]() | Rhododendron roxianum var. oreonastes (broddgaltarlyngrós…..) | Hvítur | Miðlungsstór |
![]() ![]() ![]() | Rhododendron tsariense ‘Queen Bee’ | Bleikur í fyrstu síðan hvítur | Lágvaxin |
![]() | ‘Roseum Elegans’ (catawbiense hybrid) | Bleikur | Stór |
![]() | ‘Schneekissen’ (yakushimanum hybrid) | Hvítur | Lágvaxin |
![]() | ‘Schneekrone’ (yakushimanum hybrid) | Hvítur | Miðlungsstór |
![]() | ‘Silberwolke’ (yakushimanum hybrid) | Ljósbleikur | Miðlungsstór |
![]() | ‘Silver Copper’ (Rh. yakushimanum ‘Silver Copper’) með loðin blöð | Bleikur | Lágvaxin |
![]() | ‘Sneezy’ | Skærbleikur | Miðlungsstór |
![]() | ‘Taurus’ (strigilliosum hybrid) | Dökkrauður | Stór |
![]() | ‘Tromba’ (williamsianum hybrid) | Dökkrauður | Miðlungsstór |
![]() | ‘Viscy’ | Óranstónað gulur | Miðlungsstór |
![]() | ‘Wine & Roses’, blöð rauðfjólublá á neðra borði (ný sort) | Bleikur | Lágvaxin |