Tilkynning: Plöntusalan er lokuð 10. – 11. -12. október vegna verkefna á öðru sviði.
Opnunartími virka daga 13 -18
og laugardaga og sunnudaga 13 – 17
Plöntusalan opin í október. Hægt er að fá afgreiðslu utan opnunartíma með einni símhringingu í 6984840 með dags fyrirvara…..
Haustgróðursetningar heppnast yfirleitt mjög vel og þarf sjaldan að hafa áhyggjur af vökvun. Rætur plantna vaxa mest á haustin, þegar ofanjarðarvöxtur er hættur og farinn að tréna.
Fyrirspurnum svarað í netpósti natthagi@natthagi.is
Ekki næst alltaf að svara símhringingum en netpósti alltaf svarað
Limgerðisplöntur af gljámispli og alparifsi. Eplatré, kirsuberjatré, plómutré, perutré fjaðragráelri, kúrileyjakirsi ‘Ruby’, rauð, gul og græn súlubeyki, græn beyki, rauð beyki, og hengibeyki ‘Rohan Weeping’, mörg yrki af lyngrósum, ývið, lífvið og eini. Mörg yrki af fjallabergsóleyjum, dverghvítgreni, mörg yrki af berjablátopp (hunangsber), karl- og kvenplöntur af hafþyrni,rauður broddhlynur, fjallagullregn, sumareik, snælenja, töfratré, jósefsreynir, stór og lítil linditré, rauðbirki, flest yrkin af rifsi, stikilsberjum og sólberjum, hélurifs, kirtilrifs, snjóboltarunni, bersarunni, harðgerar rósir, bæði rugósur og kanadískar, og úrval af háklasarósum og klifurrósum við suðurveggi, í svalaskála og köld gróðurhús, elinórsýrena, sýrena Royalty, sýrena James McFarlane, sýrena Agnes, kínarsýrena, Donald Wyman sýrena, Villa Nova sýrena, kínasýrena, gljásýrena ‘Kvísla’ og alls konar sígrænt t.d. glæsiþinur, fjallaþinur, silkifura, kóreufura, skuggaþöll, sveighyrnir, kristþyrnir bæði karl- og kvenplöntur, nokkrar sortir af bergfléttum. Einnig fjölpottaplöntur af ýmsum víðitegundum og aspaklónum (kyngreindar), stafafuru og sitkagreni. Og fimm yrki af kuldaþolnum vínvið.
Í Nátthaga fást EKKI lengur stór sitkagreni, stafafura og birki með hnaus. En nokkur 4 – 6 metra há ilmreynitré, silfurreynir og garðahlynur fást með fyrirvara snemma vors eða í október.
Það er gott að gróðursetja í rigningu. Þá þarf að minnsta kosti ekki að vökva. Bara muna að klæða sig eftir veðri.
Hægt að gróðursetja svo lengi sem frost í jörðu hindrar ekki.
Haustgróðursetningar heppnast yfirleitt mjög vel og þarf sjaldan að hafa áhyggjur af vökvun. Rætur plantna vaxa mest á haustin, þegar ofanjarðarvöxtur er hættur og farinn að tréna.