Alparósir eru einnig kallaðar lyngrósir og róslyng, en í Nátthaga höldum við fast í gamla, ljóðræna,

hljómfagra nafnið alparósir, sem svo oft er lofsungið í ljóðum og skáldskap!

Eigandi Nátthaga Garðplöntustöðvar, Ólafur Sturla Njálsson, hefur í áraraðir flutt inn og prófað hundruð alparósa í garði sínum.

Í Nátthaga fá þær ekkert sérstakt vetrarskýli, en eru staðsettar í skjólgóðum bollum, við brekkufót í skjóli fyrir verstu norðanáttum eða innan um annan gróður sem skýlir þeim.  En fyrir hinn almenna garðeiganda mælir Ólafur með strigaskýli í kringum hverja alparós, eða kringum hvert alparósabeð, þannig að striginn nái að minnsta kosti hálfan meter uppfyrir alparósina. Betra er að hafa opið upp, frekar en að loka alveg.  Það er betra að byrja á að kynnast ræktun alparósa með því að byrja á þennan hátt.  Seinna með meiri reynslu, finnur maður hvar er nógu gott skjól að ekki þurfi að setja upp sérstakt vetrarskýli, t.d. í mjög skjólgóðum og lokuðum garði, þar sem lítil hætta er á að norðanþurrkandi vetrarvindar næði um þær óheft.

NB!   Eftir margra ára ræktun alparósa, alveg síðan 1972, er orðið dagsljóst fyrir Ólafi, að algjör óþarfi er að sýra jarðveg fyrir alparósir við íslenskar aðstæður!!!  Margra ára ræktun í venjulegri blandaðri garðmold sýnir að þær þrífast best og lifa lengst í venjulegum jarðvegi sem hentar flestum garðplöntum og trjám.  Að sýra jarðveginn og nota mikinn áburð hefur ansi oft frekar drepið alparósir frekar en að hjálpa þeim á Íslandi og í Norður-Noregi líka!  Hin gullna regla, “minna er betra” á vel við um alparósir sem eru mjög nægjusamar í eðli sínu.

!!! Það er SKJÓLIÐ fyrir vetrarnæðingum sem þarf að vera MJÖG gott, svo að alparósaræktun lukkist vel !!!

Neðangreind alparósayrki og tegundir eru í eðli sínu mjög harðgerðar, svo fremi sem ræktunarstaður býður upp á gott skjól.

Rhododendron = Rh: Blómlitur: Stærð runnans:

Smágerðar tegundir:

+ +
Rh. camtschaticum – Dverglyngrós (lauffellandi dvergrunni, mjög sérstök) Rauðbleikur Dvergvaxinn
Rh. hirsutum(fíngerð blöð og greinar) (hjallalyngrós) Bleikur Lágvaxinn
Rh. hybrid ‘Shamrock’ (sérstök) Gulur Dvergvaxinn
Rh. impeditum (mjög smágerð) ekki til 2017 Fjólublár Dvergvaxinn
Rh. impeditum ‘Azurica’ (smágerð) Fjólublár Lágvaxinn
Rh. impeditum ‘Blumiria’ (smágerð) Fjólublár Lágvaxinn
Rh. impeditum ‘Ramapo’ (smágerð) Lillablár Lágvaxinn
Rh. impeditum ‘Ronny’ (smágerð) Fjólublár Lágvaxinn
Rh. russatum ‘Azurwolke’ (smágerð) Bláfjólublár Lágvaxinn

Yrki:

+ +
Baden-Baden’ (Rh. repens ‘Baden-Baden’) Sterkrauður Lágvaxinn
‘Barbarella’    
‘Bohlkens Kronjuwel’    
‘Bohlkens Lupinenberg’    
‘Bohlkens Roter Stern’    
‘Bohlkens Snow Fire”    
Catawbiense ‘Grandiflorum’ Bleikfjólublár Miðlungshávaxinn
‘Colibri’ (yakushimanum hybrid) Skærbleikur Lágvaxinn
Cunningham’s White’  (góð fyrir byrjendur) Pastellhvítur Miðlungsstór
‘Edelweiss’ (yakushimanum hybrid) Hvítur Miðlungsstór
‘Fantastica’ (yakushimanum hybrid) Skærbleikur Miðlungsstór
Flava’ (Rh. yakushimanum ‘Flava’) Gulur Miðlungsstór
‘Goldbukett’ (wardii hybrid) Gulur Miðlungsstór
‘Hachmann’s Picobello’    
‘Herbstfreude’    
‘Herbstzauber’    
Koichiro Wada’ (Rh. yakushimanum ‘Koichiro Wada’) Bleikur – hvítur Lágvaxinn
‘Metallica’    
‘Polarnacht’    
‘Ramapo’ (smágerð) Fjólublár Lágvaxinn
Rabatz’ (yakushimanum hybrid) Límrauður Miðlungsstór
     
‘Schneekissen’ (yakushimanum hybrid) Hvítur Lágvaxin
‘Schneekrone’ (yakushimanum hybrid) Hvítur Miðlungsstór
‘Scintillation’ Bleikur Miðlungsstór
‘Silberwolke’ (yakushimanum hybrid) Ljósbleikur Miðlungsstór
‘Viscy’ Whiskylitur Miðlungsstór