Bogsýrena ‘Mjöll’, Syringa reflexa ‘Mjöll’.

Bogsýrenuyrkið ‘Mjöll’ er að öllu leyti eins og venjulega bogsýrena, en með ljósgrænum blöðum

og snjakahvítum blómklösum.  Venjuleg bogsýrena er með bleikum til ljósbleikum blómum. 

‘Mjöll’ myndar þéttgreinóttan, frekar breiðvaxin, um 1,5 – 2 m háan og breiðan runna, og fer vel bæði

sem stakstæður runni og í þyrpingum með öðrum runnum og trjám. 

Vegna blómlitarins er sniðugt að staðsetja ‘Mjöll’ við dökkan bakgrunn, t.d. með furur og greni sem

bakland.  ‘Mjöll’ er blómviljugt yrki. 

Bogsýrena þarf næringarríkan og frekar kalkríkan jarðveg, nokkurt skjól í byrjun og kelur að jafnaði ekkert.

Bogsýrena