Bogsýrena ‘Röðull’, Syringa reflexa ‘Röðull’.
Bogsýrenuyrkið ‘Roði’ er að öllu leyti eins og venjulega bogsýrena, en með brúnblárauðum blöðum frá laufgun
og fram í ágúst, en seinna verða þau dökkgræn. Blómklasinn er bogsveigður í endann, dökkrauður fram til þess
að blómin opnast, en þá verður hann bleikur. ‘Roði’ myndar þéttgreinóttan, frekar breiðvaxin, um 1,5 – 2 m háan
og breiðan runna, og fer vel bæði sem stakstæður runni og í þyrpingum með öðrum runnum og trjám.
Vegna blaðlitarins er sniðugt að staðsetja hann á áberandi stað, með grænan bakgrunn annars gróðurs
til að skapa gott jafnvægi. ‘Roði’ er mjög blómviljugt yrki.
Bogsýrena þarf næringarríkan og frekar kalkríkan jarðveg, nokkurt skjól í byrjun og kelur að jafnaði ekkert.